Miðborgin

Nálægðin við iðandi mannlíf miðborgarinnar setur Skuggahverfið í flokk eftirsóttustu hverfa borgarinnar. Stutt er í alla þjónustu; verslanir, veitingastaði, skóla, heilsugæslu og afþreyingu af ýmsu tagi.

Menningin blómstrar í miðborginni og það að búa í göngufæri við leikhús, kvikmyndahús og tónlistarhús býður upp á einstaka möguleika. Fjölmörg kaffihús og fjölbreyttir veitingastaðir eru í næsta nágrenni og því nánast öruggt að allir finna eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að mat og drykk.

Frá Skuggahverfinu er stutt í margar helstu perlur miðborgarinnar; gömlu höfnina, tjörnina, Hljómskálagarðinn, Skólavörðuholtið og Austurvöll.

Þjónusta í nánd

05
mín. að ganga
1. Vatnsstígur 20–22 og Lindargata 39
2. Bíó Paradís
3. Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu
4. Þjóðleikhúsið
10
mín. að ganga
5. Harpa
6. Menntaskólinn í Reykjavík
7. Hallgrímskirkja
8. Tækniskólinn
9. Austurbæjarskóli
10. Sundhöll Reykjavíkur
15
mín. að ganga
11. Landspítali – háskólasjúkrahús
12. Kvennaskólinn í Reykjavík
13. Listasafn Íslands
14. Ráðhús Reykjavíkur
15. Austurvöllur
16. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
17. Heilsugæslan Miðbæ
20
mín. að ganga
18. Háskóli Íslands
19. Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur
20. Klambratún

Saga Skuggahverfisins

Skuggahverfið var fyrsta úthverfi Reykjavíkur. Fyrsta býlið á þessum slóðum var reist um aldamótin 1800 og hét Skuggi. Af því dregur hverfið nafn sitt. Eftir 1850 jókst byggðin í Skuggahverfi jafnt og þétt og fyrsta raunverulega gatan, sem var lögð innan Skuggahverfis, var Klapparstígur árið 1877.

Um og eftir aldamótin 1900 varð mikil breyting á Skuggahverfi. Í stað gömlu torfbæjanna reis þar mikið timburhúsahverfi með stöku steinbæjum inni á milli. Útgerðarfyrirtæki Thors Jensens, Kveldúlfur, lét reisa miklar byggingar báðum megin Vatnsstígs upp úr 1913. Þessar byggingar voru flestar á reitnum, þar sem Skuggahverfi stendur nú.

 

Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að skoða glæsilega ljósmyndasýningu um sögu Skuggahverfis.

SÖLUAÐILAR