Á svæðinu er risinn skóli ásamt leikskóla og tónlistarskóla, þjónustu og snyrtileg atvinnustarfsemi auk opinna svæða, garða, leiksvæða.
Á svæðinu rís blönduð byggð þar sem gott jafnvægi ríkir milli heimilis og vinnu í vistvænu hverfi sem býr yfir góðum tengslum við náttúrufar svæðisins. Horft er til hverfisins í heild þar sem reynt verður að „tryggja fjölbreytt, sveigjanlegt, öruggt og örvandi umhverfi sem hvetur til skapandi athafna fólks á öllum aldri“.
Mikil innviðauppbygging er að eiga sér stað og hefur þjónusta á svæðinu aukist til muna síðustu mánuði og ár. Á Ásvöllum er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar og á árinu 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem eflir og styrkir aðstöðuna. Opnað var fyrir umferð Ásvallabraut sem tengir ný íbúðahverfi við Kaldárselsveg.
Myndefni og teikningar á síðunni eru til viðmiðunar og kunna að taka breytingum á verktíma.