Áshamar

Sala er hafin á glæsilegum fjölbýlishúsum í Svansvottuðu ferli í Hamranesi í Hafnarfirði. Í húsunum eru 140 íbúðir, allt frá tveggja herbergja til fjögurra herbergja íbúða. Íbúðirnar eru bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi – afhendast fullbúnar með gólfefnum. Glæsilegt hverfi í nágrenni við stórkostlega náttúru, Hvaleyrarvatn, Helgafell, Kleifarvatn o.fl. Áætlað er að fyrri hluti verkefnisins verði tilbúið til afhendingar haust 2023 og síðari hluti í byrjun árs 2024.

Svanurinn er norrænt vottunarkerfi sem leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og bæta auðlindanýtingu. Svansvottun gerir ríkar kröfur til orkunýtingar byggingar, gæðastjórnun í byggingarferlinu og notkun öruggra og umhverfisvænna efna í byggingar.

Skuggi

Fjöldi íbúða140

Áætluð verklok2024

ArkitektKRARK ehf.

Á svæðinu er risinn skóli ásamt leikskóla og tónlistarskóla, þjónustu og snyrtileg atvinnustarfsemi auk opinna svæða, garða, leiksvæða.

Á svæðinu rís blönduð byggð þar sem gott jafnvægi ríkir milli heimilis og vinnu í vistvænu hverfi sem býr yfir góðum tengslum við náttúrufar svæðisins. Horft er til hverfisins í heild þar sem reynt verður að „tryggja fjölbreytt, sveigjanlegt, öruggt og örvandi umhverfi sem hvetur til skapandi athafna fólks á öllum aldri“.

Mikil innviðauppbygging er að eiga sér stað og hefur þjónusta á svæðinu aukist til muna síðustu mánuði og ár. Á Ásvöllum er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar og á árinu 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem eflir og styrkir aðstöðuna. Opnað var fyrir umferð Ásvallabraut sem tengir ný íbúðahverfi við Kaldárselsveg.

Skuggi

Myndefni og teikningar á síðunni eru til viðmiðunar og kunna að taka breytingum á verktíma.

© 2024 - Skuggi ehf - Allur réttur áskilinn - Persónuverndarstefna