Baughamar

Sala er hafin á glæsilegum íbúðum við Baughamar 1 í Hafnarfirði. Í húsinu er 33 íbúðir, allt frá tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Þær afhendast fullbúnar án gólfefna. Lögð er áhersla á vandaðar íbúðir með góða hljóðvist og góðum loftgæðum. Eldhúsinnréttingar eru frá þýska framleiðandanum Nobilia, umboðsaðili er GKS. Eldhús er fullbúið tækjum eins og helluborði, viftu, innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþottavél og ofni. Mikil áhersla er lögð á vandaðan frágang utanhúss. Merkt bílastæði fylgir íbúð á lóð eða í lokuðu bílastæðahúsi.

Baughamar er í Svansvottunarferli og hönnun tekur mið af gæðum og endingu.

Baughamar er staðsettur í dalverpi umlukið Skarðshlíð til norðurs, Vatnshlíð til austurs og Hamranesi til suðurs.

Einn helsti styrkur hverfisins er nálægð þess við náttúrulega umgjörð, fagurt landslag sem einkennist af aflíðandi gróinni hlíð (Skarðshlíð) til suðurs og austur, hraunbreiðum í svæðinu miðju og svipsterkum klettavegg í suðvesturs.

Skuggi

Baughamar 1-358 íbúðir

Áætluð verklok2024

ArkitektTEIKNA – TEIKNISTOFA ARKITEKTA

Á svæðinu er risinn skóli ásamt leikskóla og tónlistarskóla, þjónustu og snyrtilegri atvinnustarfsemi auk opinna svæða, garða, leiksvæða.

Á svæðinu rís blönduð byggð þar sem gott jafnvægi ríkir milli heimilis og vinnu í vistvænu hverfi sem býr yfir góðum tengslum við náttúrufar svæðisins.  Horft er til hverfisins í heild þar sem reynt verður að tryggja fjölbreytt, sveigjanlegt, öruggt og örvandi umhverfi sem hvetur til skapandi athafna fólks á öllum aldri.

Mikil innviðauppbygging er að eiga sér stað og hefur þjónusta á svæðinu aukist til muna síðustu mánuði og ár. Á Ásvöllum er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar og á árinu 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem eflir og styrkir aðstöðuna. Opnað var fyrir umferð Ásvallabraut sem tengir ný íbúðahverfi við Kaldárselsveg.

Skuggi

© 2024 - Skuggi ehf - Allur réttur áskilinn - Persónuverndarstefna