Um okkur
Skuggi byggingafélag var stofnað á vordögum árið 2011. Við leggjum áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð í öllum framkvæmdum, á öllum stigum. Okkar byggingar eru byggðar af fagmennsku, með gæði og þarfir viðskiptavina hverju sinni að leiðarljósi. Í dag starfa hjá Skugga hópur sérfræðinga en á hverju ári vinna fjöldi undirverktaka hjá fyrirtækinu. Við veljum með okkur reynslumikið fólk og leggjum áherslu á að rækta samstarf við trausta fagaðila sem skila vönduðu verki. Félagið hefur góða reynslu af uppbyggingu hverfa þar sem þétting byggðar er lykilatriði, þar á meðal er Efstaleitið og Skuggahverfið í Reykjavík. Einnig höfum við komið að ýmsum alhliða byggingarverkefnum, með áherslu á nýbyggingar, s.s. nýleg verkefni okkar í Vestmannaeyjum.