Skuggi

Áshamar – sala hafin!

 

Sala er hafin á glæsilegum fjölbýlishúsum í Svansvottuðu ferli í Hamranesi í Hafnarfirði. Í húsunum eru 140 íbúðir, allt frá tveggja herbergja til fjögurra herbergja íbúða. Íbúðirnar eru bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi – afhendast fullbúnar með gólfefnum. Glæsilegt hverfi í nágrenni við stórkostlega náttúru, Hvaleyrarvatn, Helgafell, Kleifarvatn o.fl. Áætlað er að fyrri hluti verkefnisins verði tilbúið til afhendingar haust 2023 og síðari hluti í byrjun árs 2024.

Svanurinn er norrænt vottunarkerfi sem leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og bæta auðlindanýtingu. Svansvottun gerir ríkar kröfur til orkunýtingar byggingar, gæðastjórnun í byggingarferlinu og notkun öruggra og umhverfisvænna efna í byggingar.

Skoða íbúðir

Skuggi Byggingafélag

Skuggi byggingafélag var stofnað á vordögum árið 2011. Við leggjum áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð í öllum framkvæmdum, á öllum stigum. Okkar byggingar eru byggðar af fagmennsku, með gæði og þarfir viðskiptavina hverju sinni að leiðarljósi og leggur áherslu á vinstvænar lausnir og að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og bæta auðlindanýtingu.

Í dag starfa hjá Skugga hópur sérfræðinga en á hverju ári vinna fjöldi undirverktaka hjá fyrirtækinu. Við veljum með okkur reynslumikið fólk og leggjum áherslu á að rækta samstarf við trausta fagaðila sem skila vönduðu verki.

Áshamar

Sala er hafin á glæsilegum fjölbýlishúsum í Svansvottuðu ferli í Hamranesi í Hafnarfirði. Í húsunum eru 140 íbúðir, allt frá tveggja herbergja til fjögurra herbergja íbúða. Íbúðirnar eru bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi – afhendast fullbúnar með gólfefnum. Glæsilegt hverfi í nágrenni við stórkostlega náttúru, Hvaleyrarvatn, Helgafell, Kleifarvatn o.fl. Áætlað er að fyrri hluti verkefnisins verði tilbúið til afhendingar haust 2023 og síðari hluti í byrjun árs 2024.

Svanurinn er norrænt vottunarkerfi sem leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og bæta auðlindanýtingu. Svansvottun gerir ríkar kröfur til orkunýtingar byggingar, gæðastjórnun í byggingarferlinu og notkun öruggra og umhverfisvænna efna í byggingar.

Áshamar

Baughamar

Skuggi byggir 60 íbúðir við Baughamar í Hafnarfirði. Íbúðirnar verða af ýmsum stærðum með útsýni yfir Hafnarfjörð og Reykjanesið. Þær eru hannaðar með gæði og endingu í huga. Stefnt er að hefja framkvæmdir vorið 2023.

Baughamar

Efstaleitið

Efstaleitið í Reykjavík er eitt stærsta íbúðaverkefni sem Skuggi hefur komið að. Alls er um að ræða 360 íbúðir sem byggðar voru á árunum 2017–2021. Ásamt íbúðareiningunum var vinsæll verslunar- og þjónustukjarni á jarðhæð mikilvægur hluti af framkvæmdinni.

Vandaðar byggingar voru reistar í kringum skjólgóðan og sólríkan inngarð sem myndar skemmtilega umgjörð fyrir samfélagið í kjarnanum.

Efstaleitið
Skuggi
Skuggi
Skuggi
Skuggi
Skuggi

Umhverfisstefna Skugga

Skuggi byggingafélag vill leggja sitt af mörkum til að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni. Í því skyni hefur Skuggi leitað til Umhverfisstofnunar um Svansvottun á byggingar sínar. Framkvæmdir Skugga í Hafnarfirði eru nú í Svansvottunarferli.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, bæta auðlindanýtingu og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun.

Skuggi hefur sett sér eftirfarandi grunnmarkmið varðandi umhverfismál:

  • Við viljum draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Við viljum minnka úrgang til urðunar með bættri flokkun sorps.
  • Við viljum auka umhverfisvitund starfsmanna.
Hafa samband

© 2022 - Skuggi ehf - Allur réttur áskilinn - Persónuverndarstefna