Sala er hafin á glæsilegum fjölbýlishúsum í Svansvottuðu ferli í Hamranesi í Hafnarfirði. Í húsunum eru 140 íbúðir, allt frá tveggja herbergja til fjögurra herbergja íbúða. Íbúðirnar eru bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi – afhendast fullbúnar með gólfefnum. Glæsilegt hverfi í nágrenni við stórkostlega náttúru, Hvaleyrarvatn, Helgafell, Kleifarvatn o.fl. Áætlað er að fyrri hluti verkefnisins verði tilbúið til afhendingar haust 2023 og síðari hluti í byrjun árs 2024.
Svanurinn er norrænt vottunarkerfi sem leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og bæta auðlindanýtingu. Svansvottun gerir ríkar kröfur til orkunýtingar byggingar, gæðastjórnun í byggingarferlinu og notkun öruggra og umhverfisvænna efna í byggingar.
Skoða íbúðirSkuggi byggingafélag vill leggja sitt af mörkum til að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni. Í því skyni hefur Skuggi leitað til Umhverfisstofnunar um Svansvottun á byggingar sínar. Framkvæmdir Skugga í Hafnarfirði eru nú í Svansvottunarferli.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, bæta auðlindanýtingu og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun.
Skuggi hefur sett sér eftirfarandi grunnmarkmið varðandi umhverfismál: