Skuggi hefur komið að ýmsum byggingaverkefnum í gegnum tíðina. Allt frá einbýlishúsum upp í stór fjölbýli. Bæði er um að ræða nýbyggingar og endurbætur á eldra húsnæði. Skuggi hefur mest byggt íbúðarhúsnæði en einnig atvinnuhúsnæði.
Verk í vinnslu
Íbúðir til sölu
Fyrri verk
Allt
Framkvæmdir eru hafnar á glæsilegum fjölbýlishúsum við Baughamar 1 og 3 í Hafnarfirði. Í húsunum eru 60 íbúðir, allt frá tveggja til fjögurra herbergja íbúða. Verkefnið er í Svansvottunarferli og hönnun tekur mið af gæðum og endingu. Baughamar er staðsettur í dalverpu umlukið Skarðshlíð til norður, Vatnshlíð til austurs og Hamranesi til suðurs. Einn helsti styrkur hverfisins er nálægð þess við náttúrulega umgjörð, fagurt landslag sem einkennist af aflíðandi gróinni hlíð (Skarðshlíð) til suðurs og austur, hraunbreiðum í svæðinu miðju og svipsterkum klettavegg í suðvesturs.
Lesa meira
Sala er hafin á glæsilegum fjölbýlishúsum í Svansvottuðu ferli í Hamranesi í Hafnarfirði. Í húsunum eru 140 íbúðir, allt frá tveggja herbergja til fjögurra herbergja íbúða. Íbúðirnar eru bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi - afhendast fullbúnar með gólfefnum. Glæsilegt hverfi í nágrenni við stórkostlega náttúru, Hvaleyrarvatn, Helgafell, Kleifarvatn o.fl. Áætlað er að fyrri hluti verkefnisins verði tilbúið til afhendingar haust 2023 og síðari hluti í byrjun árs 2024.
Lesa meira