Framkvæmdir eru hafnar á glæsilegum fjölbýlishúsum við Breiðhöfða 9-13 í Reykjavík. Á lóðinni eru tvær byggingar með alls 50 íbúðum með sameiginlegum bílakjallara og stórum hjólageymslum. Byggingarnar eru 5-6 hæða með kjöllurum undir. Breiðhöfði 9-13 er nálægt grunnþjónustu s.s Borgarlínu og er örstutt í Elliðarárdalinn útivistarperlu Reykjavíkur. Byggingar stallast eftir hæðarlegu lóðar sem gerir það að verkum að margar íbúðir ná góðu útsýni og er óhindrað útsýni í átt að Snæfellsjökli af efstu hæðum. Mikil fjölbreytni er í gerð íbúða, allt frá studío íbúðum upp í 3-5 herbergja íbúðir. Allt efnisval í byggingunum er valið með umhverfisáhrif í huga og uppbygging á húsunum miðast við að notuð séu efni sem þurfa lítið viðhald. Skjólgóður inngarður er til suðurs og fylgja þaksvalir íbúðum á efstu hæðum.