Verkefni í vinnslu

Áshamar
Framkvæmdir eru hafnar á glæsilegum Svansvottuðum fjölbýlishúsum í Hamranesi í Hafnarfirði. Í húsunum eru 140 íbúðir, allt frá stúdíóíbúðum til fjögurra herbergja íbúða. Íbúðirnar eru bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi. Glæsilegt hvefi í nágreni við stórkostlega náttúru, Hvaleyrarvatn, Helgafell, Kleifarvatn o.fl. Áætlað er að fyrri hluti verkefnisins verði tilbúið til afhendingar fyrri hluta 2023 og síðari hluti árið 2024.

Baughamar
Áformað er að byggja 60 íbúðir við Baughamar í Hafnarfirði. Íbúðirnar verða af ýmsum stærðum með útsýni yfir Hafnarfjörð og Reykjanesið. Verkefnið er Svansvottað og hönnun tekur mið af gæðum og endingu. Stefnt er að hefja framkvæmdir vorið 2023.
Baughamar er staðsettur í dalverpi umlukið Skarðshlíð til norðurs, Vatnshlíð til austurs og Hamranesi til suðurs.
Einn helsti styrkur hverfisins er nálægð þess við náttúrulega umgjörð, fagurt landslag sem einkennist af aflíðandi gróinni hlíð (Skarðshlíð) til suðurs og austur, hraunbreiðum í svæðinu miðju og svipsterkum klettavegg í suðvesturs.
Fyrri verkefni

Efstaleitið
Efstaleitið í Reykjavík er eitt stærsta íbúðaverkefni sem Skuggi hefur komið að. Alls er um að ræða 360 íbúðir sem byggðar voru á árunum 2017–2021. Ásamt íbúðareiningunum var vinsæll verslunar- og þjónustukjarni á jarðhæð mikilvægur hluti af framkvæmdinni.
Vandaðar byggingar voru reistar í kringum skjólgóðan og sólríkan inngarð sem myndar skemmtilega umgjörð fyrir samfélagið í kjarnanum.

Vatnsstígur 20–22
Í Skuggahverfi í Reykjavík reisti Skuggi íbúðarbyggingu við Vatnsstíg 20-22. Byggingin er 16 hæða turn með 41 íbúð. Lögð var áhersla á gæði í öllum verkþáttum. Framkvæmdir við bygginguna fóru fram árin 2014–2016.

Lindargata 39
Í Skuggahverfi í Reykjavík reisti Skuggi íbúðarbyggingu við Lindargötu 39. Byggingin er 11 hæða turn með 36 íbúðir. Lögð var áhersla á gæði í öllum verkþáttum. Framkvæmdir við bygginguna fóru fram árin 2014–2015.
Umhverfisstefna Skugga
Skuggi byggingafélag vill leggja sitt af mörkum til að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni. Í því skyni hefur Skuggi leitað til Umhverfisstofnunar um Svansvottun á byggingar sínar. Framkvæmdir Skugga í Hafnarfirði eru nú í Svansvottunarferli.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, bæta auðlindanýtingu og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun.
Skuggi hefur sett sér eftirfarandi grunnmarkmið varðandi umhverfismál:
• Við viljum draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
• Við viljum minnka úrgang til urðunar með bættri flokkun sorps.
• Við viljum auka umhverfisvitund starfsmanna.
